Blßtunnan

Hluti af verksamningi milli Hafnarfjarðar og Kubbs ehf. var að innleiða blátunnukerfi í Hafnarfirði.

 

Stefnt er að innleiðingu og afhendingu á blátunnu til íbúa um miðjan ágúst 2013.

 

Í Blátunnuna á að setja allan pappírsúrgang og er innihaldið selt úr landi til endurvinnslu í pappírsiðnaði.

 

 

 

 

Í blátunnuna má fara:

 

- Bylgjupappi

- Dagblög og tímarit

- Fernur

- Skrifstofupappír

- Sléttur pappi

 

Mikilvægt er að pressa allan pappa og pappír til að minnka umfang þeirra. Það er líka afar mikilvægt að ekkert annað en pappi fari í tunnuna.

 

Það má EKKI setja í blátunnuna:

 

- Matarsmitaðan pappa eða umbúðir

- Plastpoka (pappírinn á ekki að vera í plastpokum)

- Ekkert viðbótar rusl (málmar, plast o.s.frv.)

 

 

SORPA flokkar bylgjupappa vélrænt frá öðrum pappír til að hámarka virði efnisins. Pappírinn og pappinn er pressaður í bagga í móttökustöð SORPU í Gufunesi. Þaðan er hann sendur til Svíþjóðar þar sem IL Recycling endurvinnur nýjar vörur úr honum. Í samstarfi við þarlend fyrirtæki í timbur- og pappírsframleiðslu.


═safj÷r­ur

www.isafjordur.is

Vestmannaeyjar

www.vestmannaeyjar.is
HÍNNUN, VEFSM═đI & FORRITUN: STYX EHF. KN┌Iđ AF: WebSmith