Upplýsingar og flokkunarleiðbeiningar

Í Fjarðabyggð er notast við þriggja tunnu sorptunnukerfi í Fjarðabyggð. Gráa-, Græna- og Brúna tunnan eru allar losaðar á þriggja vikna fresti.

BRÚNA TUNNAN

BRÚNA TUNNAN

Brúna tunnan er fyrir lífrænan úrgang. Í hana mega fara allir matarafgangar sem og annar lífrænn úrgangur sem til fellur á heimilum. Dæmi um lífrænan úrgang: Afskurður af ávöxtum og grænmeti, kjöt- og fiskafgangar, brauðmeti, kaffikorgur og tepokar.

Athugið að ef misbrestur er á flokkun efnis í brúnu tunnuna er líklegt að hún verði ekki tæmd.

GRÆNA TUNNAN

GRÆNA TUNNAN

Grænan tunnan er fyrir endurvinnanlegan heimilsúrgang. Í tunnuna má setja allan pappír heimilisins, bylgjupappa og pappa, plast, minni málmhluti (t.d. niðursuðudósir, málmlok af glerkrukkum) og fernur. Mikilvægt er að hreinsa allar umbúðir vel og skola fernur áður enþær fara í tunnuna.

Athugið að ef misbrestur er á flokkun efnis í brúnu tunnuna er líklegt að hún verði ekki tæmd.

GRÁA TUNNAN

GRÁA TUNNAN

Gráa tunnan er fyrir allan úrgang sem ekki flokkast í skilgreinadn emdurvinnsluferil. Dæmi:

Gler, bleyjur, frauðplast og stór bein.

Athugið að ef misbrestur er á flokkun efnis í gráu tunnuna er líklegt að hún verði ekki tæmd.

Nánari upplýsingar er að finna á https://www.fjardabyggd.is/thjonusta/umhverfi-og-samgongur/sorphirda-og-endurvinnsla