Húsleit hjá Kubbi

Embætti héraðssaksóknara framkvæmdi fimmtudaginn 23. október, húsleit hjá Kubbi ehf. vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Þá fóru einnig fram yfirheyrslur yfir stjórnendum Kubbs vegna málsins.

 

Kubbur ehf. hafnar öllum ásökunum um brot á samkeppnislögum. Við hjá Kubbi munu áfram vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið og leiða það til lykta. Vonir okkar standa til þess að málið upplýsist hratt og örugglega.

 

Við hjá Kubbi vinnum að því af heilindum á hverjum degi að halda umhverfinu hreinu með öflugri sorpþjónustu um allt land. Við hlökkum til að halda því áfram með okkar viðskiptavinum

Next
Next

Kubbur tekur við sorphirðu í Múlaþingi