Upplýsingar og flokkunarleiðbeiningar

Sorphirða í Bolungarvík er með tvennum hætti.

  • Annars vegar geta íbúar og fyrirtæki farið með flokkað sorp og úrgang á gámastöð í

    samræmi við opnunartíma og gjaldskrá, sjá gjaldskrá .

  • Hins vegar eru tvö sorpílát með innra hólfi fyrir hvert heimili, tunna fyrir almennt sorp og lítið hólf fyrir lífrænt og tunna fyrir pappa og lítið hólf fyrir plast.

Staðsetning og aðgengi tunna

Æskilegt er að sorptunnur séu staðsettar við framanvert hús og mikilvægt að gæta þess að

aðgengi við losun sé ætíð sem best. Afar mikilvægt er að íbúar moki snjó frá sorptunnum.

Festingar á tunnum skulu vera þannig að auðvelt sé að losa þær og festa aftur.

Yfirfullar tunnur

Tunnur skulu ekki fylltar meira en svo að þeim sé hægt að loka. Yfirfullar tunnur geta valdið

vandræðum og sóðaskap þegar þær eru losaðar. Yfirfullar tunnur verða ekki losaðar og er

íbúum bent á gámastöð .

Tvær tunnur með innra hólfi fyrir hvert heimili

  • Tunna fyrir almennt sorp og lítið hólf fyrir lífrænt

  • Tunna fyrir pappa og lítið hólf fyrir plast

Tunnurnar eru losaðar samkvæmt sorphirðudagatali á hálfsmánaðar fresti hvor. Þannig er

almennt sorp og lífrænt tekið eina vikuna og pappi og plast þá næstu og þannig á víxl.

Tunna fyrir almennt sorp

Í tunnu fyrir almennt sorp má setja allan almennan heimilisúrgang, matarsmitaðan pappír og plast,

samsettar umbúðir (áleggsbréf, ostabox, tannkremstúpur og fleira).

Einnig glerílát, ryksugupoka, bleiur og annan úrgang sem inniheldur vatn.

hólf fyrir lífrænt

Í hólf fyrir lífrænt fara matarleifar, kaffikorg, eggjaskurn og eldaðir kjöt- og fiskiafgangar.

Mikilvægt er að henda ekki beinum í lífrænan úrgang.

hólf fyrir plast

Í hólf fyrir plast fer allt plast en mikilvægt er að allt plastið sé hreint og vel skolað.

  • Stíft plast: Hér flokkast allt það plast sem er stíft eins og t.d. plastbakkar, plast undan

drykkjum og dósir undan skyri o.fl. Áríðandi er að skola vel svo að ekki komi ólykt.

Æskilegt er að lok og tappar séu ekki á umbúðum en fylgi með. 

  • Plastfilma: Hér flokkast öll mjúk plastfilma, til dæmis utan af brauði, kökum, kexi

o.s.frv. Áríðandi er að tæma umbúðirnar og skola allar matarleifar af þeim.

  • Sléttur pappi: Hér flokkast umbúðir úr sléttum pappa, svo sem undan morgunkorni,

kexi, haframjöli, ís o.fl. Best er að brjóta pappann saman og raða honum þétt t.d. í

morgunkornspakka þannig að pappinn haldist saman. 

Tunna fyrir pappa

Í tunnu fyrir pappa fer allur pappi sem á við og er mikilvægt að henda öllum matarleifum úr kössunum.

  • Fernur: Hér flokkast mjólkurfernur og aðrar drykkjarfernur. Það þarf að opna þær og

skola. Brjóta skal fernurnar saman og raða þeim í eina fernu, það þétt að þær losni

ekki sundur þegar þær eru settar í endurvinnslutunnuna. 

  • Bylgjupappi: Hér flokkast pizzukassar, allir pappakassar o.s.frv. Athugið að taka

plastpoka úr kössunum og tæma matarleifar úr umbúðum. Mikilvægt er að brjóta

pappaumbúðirnar saman svo þær taki minna pláss. Stærri pappakössum, til dæmis

pappa utan af húsgögnum og heimilistækjum er hægt að skila í gámastöðina

  • Pappír: Hér flokkast dagblöð, tímarit, fjölpóstur og allur almennur skrifstofupappír.

Ekki þarf að fjarlæga hefti úr bæklingum eða plast úr gluggaumslögum.

Grenndarstöð

Í grenndarstöðina við áhaldahúsið er hægt að fara með málmumbúðir, glerumbúðir og textíl.

En stóra hluti eins og sláttuvél o.fl. er hægt að skila í gámastöðina.

Skilaskyldar umbúðir

Sérstakt skilagjald er lagt á umbúðir undir drykkjarvörur, svo sem áldósir, plastflöskur og

glerflöskur undan gosdrykkjum og áfengum drykkjum o.fl. Þetta skilagjald er hægt að fá

endurgreitt á endurvinnslustöð en einnig er hægt að gefa þessar umbúðir til styrktar

félagasamtökum.

Garðaúrgangur

Fara verður með garðaúrgang í gámastöðina . Lífrænn úrgangur úr garðinum á ekki að fara í

sorptunnur. Einnig er hægt að koma sér upp safnhaug eða safnkassa í eigin garði og setja

garðaúrgang þar. Í safnhaugnum rotnar úrgangurinn og verður að gróðurmold. Stærri hlutir

sem falla til í garðinum svo sem afklippur af trjám, grjót og annað gróft efni skal fara með í

gámastöðina .

Spilliefni

Þessi sorpflokkur hefur sérstöðu þar sem hann inniheldur eiturefni. Dæmi um algeng

spilliefni á heimilum eru olía, leysiefni, s.s. þynnir og terpentína, lakk- og málningarafgangar,

skordýraeitur, sýrur og basar, kvikasilfur, úðabrúsar, bílarafgeymar, rafhlöður, flúrperur,

sparperur og lyfjaafgangar. Þessi efni á að fara með í gámastöðina .

Nytjahlutir

Á heimilum fellur oft til ýmiskonar dót sem þörf er á að losa sig við. Má nefna endurnýtanleg

og ónýt húsgögn, húsbúnað, ýmis tæki og tól, málma, timbur, pappa, plast, fatnað, skó o.fl.

Sumt er svo stórt að ekki kemur til greina að setja í sorptunnur en annað kæmist þangað

stærðarinnar vegna, en æskilegt er að fara með það í gámastöðina.

Til að fyrirbyggja misskilning þá þurfa íbúar ekki að greiða fyrir skil raftækja, þvottavéla,

þurrkara, ísskápa, frystikista, rúlluplasts, stórsekkja, poka PP, plastfilma eða plastumbúða á

gámastöð

Nánari upplýsingar er að finna á : https://www.bolungarvik.is/sorphirda/

Og flokkunarleiðbeiningar á Íslensku og Pólsku.