Upplýsingar og flokkunarleiðbeiningar
Grátunna / orkutunna
Í grátunnuna fer almennt heimilissorp, s.s. matarleifar, bleiur, matarmengaðar umbúðir o.fl. Allt plast skal flokka frá og setja í sérpoka og setja í grátunnuna. Auk þess fara málmar eins og t.d. niðursuðudósir, krukkulok, álbakkar o.fl. lausir í tunnuna. Ekki skal setja neinn endurvinnanlegan pappír eða spilliefni í þessa tunnu. Spilliefni, málmar, timbur og aðrir stórir og þungir hlutir sem skemmt geta tækjabúnað mega ekki fara í sorpið en eiga að fara á gámastöðvar. Nánar á sorpa.is
Í móttökustöð SORPU í Gufunesi er pokarnir með plastinu flokkaðir frá með vélbúnaði og málmarnir flokkaðir frá með seglum. Úr lífræna hlutanum er framleitt metan.
Grátunnan / orkutunnan er losuð á 14 daga fresti.
Blátunna
Í blátunnuna skal setja allan pappírs og pappaúrgang, s.s. dagblöð, tímarit, fernur, sléttan pappa, eggjabakka, skrifstofupappír og bylgjupappa. Ekki skal setja neinar matarleifar, plastpoka eða aukarusl í þessa tunnu.
Spilliefni, málmar, timbur og aðrir stórir og þungir hlutir sem skemmt geta tækjabúnað mega ekki fara í sorpið en eiga að fara á gámastöðvar. Nánar á sorpa.is .
Blátunnan er tæmd á 28 daga fresti.
Nánari upplýsingar á https://www.hafnarfjordur.is/ibuar/samgongur/sorphirda/